Gjafakort
2020

Smelltu á hnappinn til að skoða inneign kortsins

 
Kort@2x-100.jpg

40 milljónir
í gjafakort

19. desember 2020 úthlutaði Pokasjóður 40 milljónum kr. í formi gjafakorta að andvirði 10.000 kr. hvert. Úthlutunina hlutu fjögur hjálparsamtök sem aðstoða þurfandi fjölskyldur um jólin, þau eru Hjálp­ar­starf kirkj­unn­ar, Mæðra­styrksnefnd, Fjöl­skyldu­hjálp Íslands og Hjálp­ræðis­her­inn. 

Kortin má nýta í um 130 verslunum um land allt sem eru aðilar að Pokasjóði.

 
Pokasjóður haus.png

Tökum upp
fjölnota

Pokasjóður vill leggja sitt af mörkum til að draga úr notkun á plastpokum og hrinti úr vör átaki undir slagorðinu „Tökum upp fjölnota“ þar sem almenningur var hvattur til að nota fjölnota poka í stað plastpokanna. 

Um
Pokasjóð

Pokasjóður, sem áður hét Umhverfissjóður verslunarinnar úthlutar styrkjum til verkefna sem heyra undir almannaheill. Má þar nefna verkefni eins og umhverfismál, menningarmál, listir, íþróttir og mannúðarmál.

Pokasjóður fær tekjur af sölu plastburðarpoka í verslunum.

Pokasjóður skiptist í tvær deildir, þ.e. annars vegar sameignarsjóð og hins vegar séreignarsjóð. Í sameignarsjóð greiðir hver verslun sem tekur þátt í sjóðnum og er úthlutað úr þeim hluta í nafni Pokasjóðs einu sinni á ári eða oftar ef svo ber undir. Séreignarsjóður er eign hverrar verslunar eða verslunarfyrirtækis og er úthlutað úr honum í nafni viðkomandi verslunar.

Úthlutun-_Q6A3478.jpg

3.000 milljónir

í góð málefni á 20 árum

 

Plastpokinn
er liðin tíð

Tökum upp betri hætti

einnota á grunni.png